Macky Sall, forseti Senegal, hefur rekið heilbrigðisráðherra sinn úr embætti en greint var frá því í dag að ellefu nýburar hefðu látið lífið eftir eldsvoða á sjúkrahúsi í landinu.
Talið er að eldurinn hafi kviknað vegna skammhlaups.
Harmleikurinn er sagður hafa afhjúpað enn frekar hve veikt heilbrigðiskerfi landsins er en fjöldi dauðsfalla hafa átt sér stað á spítölum landsins.