Ætla að fylla svæðið aftur af lífi

Selenskí heimsótti austurhluta Úkraínu í fyrsta skipti frá því innrás …
Selenskí heimsótti austurhluta Úkraínu í fyrsta skipti frá því innrás Rússa hófst. AFP

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti í dag borgina Karkív í austurhluta landsins í fyrsta skipti síðan innrás Rússa hófst, en þeir hafa hörfað af svæðinu síðustu vikur. AFP-fréttastofan greinir frá.

Selenskí birtir upptöku af heimsókninni á Telegram en þar sést hvar forsetinn, sem klæðist skotheldu vesti, skoðar eyðilegginguna sem blasir við.

Hann segir 2.229 byggingar hafa verið eyðilagðar í Karkív og á svæðinu þar í kring. „Við munum endurbyggja og endurheimta svæðið og fylla það aftur af lífi. Í Karkív og öðrum borgum og bæjum þar sem illskan hefur komið við,“ segir í færslu Selenskí með myndbandinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert