Konur mótmæla í Afganistan

Hópur kvenna mótmælti Talíbana stjórninni í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í …
Hópur kvenna mótmælti Talíbana stjórninni í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í dag. AFP/Wakil Kohsar

Um 24 konur mótmæltu í Kabúl höfuðborg Afganistan í dag þar sem þær öskruðu „brauð, vinna, frelsi“ til að mótmæla stjórn Talíbana sem hefur skert frelsi kvenna í Afganistan gífurlega.

Talíbanar náðu völdum í ágúst í fyrra og síðan þá hefur landið tekið risastórt skref aftur á bak í réttindum kvenna. Konurnar komu saman fyrir utan menntamálaráðuneyti Afganistan í gær og kölluðu „ég á rétt á námi, opnið skólana!“ Konurnar voru sumar huldar frá toppi til táar en það er hluti af tilskipunum Talíbana. 

Héldu konurnar í mótmælagöngu þar sem þær gengu nokkur hundruð metra áður en Talíbanar kölluðu út lögreglu til að stöðva mótmælin.

Zholia Parsi, ein mótmælenda, sagði að þær hafi ætlað að lesa upp yfirlýsingu en að Talíbanarnir hafi ekki leyft það. „Þeir tóku símana af okkur og leyfðu okkur ekki að taka myndir eða myndbönd af mótmælunum,“ sagði Parsi.

Síðan að Talíbanarnir tóku við völdum hafa þúsundum stelpna verið vísað úr skóla og konum meinað að ganga í störf sín hjá ríkinu. Þá hefur konum einnig verið bannað að ferðast einsamlar og er þeim aðeins leyft að heimsækja almenningsgarða á öðrum dögum en karlmenn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert