Ötröð á Arlanda-flugvelli vegna manneklu

Margir kvarta sáran undan löngum röðum á vellinum.
Margir kvarta sáran undan löngum röðum á vellinum. SCANPIX SWEDEN

Mannekla hefur gert það að verkum að örtröð myndast ítrekað á Arlanda-flugvelli í Svíþjóð. Swedavia, sem heldur utan um rekstur flugvallarins, hefur minnst á að manneklan valdi löngum röðum á flugvellinum.

Swedavia sagði að ráðist yrði í umfangsmiklar ráðningar til þess að leysa vandamálið, fyrir rúmlega viku síðan, en margir farþegar kvarta enn sáran yfir löngum biðtíma þegar farið er í gegnum tollinn. Verkalýðsfélög hafa þá hótað verkfalli ef ekki er brugðist við.

Tjá ónægju sína á Twitter

Ferðaþjónustan hefur aftur tekið vaxtarkipp eftir faraldurinn og þurfa því flughafnir að sporna við fjölgun farþega. Þann 15. júní hyggst Swedavia opna hlið fjögur, ef því var lokað á meðan á faraldrinum stóð. Eftir það megi búast við minna álagi. 

Ósáttir netverjar hafa verið duglegir að deila myndum á vellinum.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert