Mannekla hefur gert það að verkum að örtröð myndast ítrekað á Arlanda-flugvelli í Svíþjóð. Swedavia, sem heldur utan um rekstur flugvallarins, hefur minnst á að manneklan valdi löngum röðum á flugvellinum.
Swedavia sagði að ráðist yrði í umfangsmiklar ráðningar til þess að leysa vandamálið, fyrir rúmlega viku síðan, en margir farþegar kvarta enn sáran yfir löngum biðtíma þegar farið er í gegnum tollinn. Verkalýðsfélög hafa þá hótað verkfalli ef ekki er brugðist við.
Ferðaþjónustan hefur aftur tekið vaxtarkipp eftir faraldurinn og þurfa því flughafnir að sporna við fjölgun farþega. Þann 15. júní hyggst Swedavia opna hlið fjögur, ef því var lokað á meðan á faraldrinum stóð. Eftir það megi búast við minna álagi.
Ósáttir netverjar hafa verið duglegir að deila myndum á vellinum.
If you're flying from Stockholm's @Arlanda airport, get there early. Security queues are a shambles. pic.twitter.com/LGbTmJwsqs
— Philip O'Connor (@philipoconnor) May 28, 2022
If you're flying from Stockholm's @Arlanda airport, get there early. Security queues are a shambles. pic.twitter.com/LGbTmJwsqs
— Philip O'Connor (@philipoconnor) May 28, 2022
Arlanda Airport what’s going on? The security line is stretched to a few hundred meters at least!! Is everyone travelling from Stockholm today pic.twitter.com/YlJAnL6w7h
— Abdullah Gauhar Malik (@AbdullaObserver) May 22, 2022