Segir Pútín við góða heilsu

Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands.
Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands. AFP

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, þvertók í dag fyrir þann orðróm að Vladimír Pútín forseti Rússlands væri veikur og sagði hann ekki bera nein merki um veikindi.

Heilsa og einkalíf Pútíns eru nánast aldrei rædd opinberlega í Rússlandi.

Lavrov sagði í viðtali hjá frönsku útvarpsstöðinni TF1 að enginn heilvita maður gæti séð merki þess á Pútín að hann þjáðist af einhvers konar sjúkdómi eða kvilla.

Vladimír Pútín.
Vladimír Pútín. AFP

Þá benti hann á að Pútín hefði komið opinberlega fram á hverjum einasta degi.

„Þið getið horft á hann á skjánum, lesið og hlustað á ræður hans,“ sagði Lavrov í ummælum sem rússneska utanríkisráðuneytið sendi frá sér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert