Rússar færast sífellt nær

Reykur i borginni eftir stórskotahríð Rússa fyrr í mánuðinum.
Reykur i borginni eftir stórskotahríð Rússa fyrr í mánuðinum. AFP

Rússneskar hersveitir hafa færst nær miðbæ úkraínsku borgarinnar Severodonetsk, þrátt fyrir mikla mótstöðu. Héraðsstjóri í Lugansk greindi frá þessu.

„Rússar færast nær miðsvæði Severodonetsk. Bardagar halda áfram. Ástandið er mjög erfitt,“ sagði Sergí Gaídaí, héraðsstjóri í Lugansk, í yfirlýsingu.

Eftir að hafa mistekist að ná Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, á sitt vald snemma í stríðinu hafa Rússar beint sjónum sínum að Donbas-héruðunum í austurhluta landsins.

„Mikilvægir innviðir í Severodonetsk hafa verið eyðilagðir og 60 prósent af íbúðabyggingum er ekki hægt að lagfæra,“ sagði Gaídaí á Telegram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert