Gasútflutningur dróst saman um 27 prósent

Bensínstöð Gazprom í Moskvu, höfuðborg Rússlands.
Bensínstöð Gazprom í Moskvu, höfuðborg Rússlands. AFP

Rússneski orkurisinn Gazprom segir að gasútflutningur til landa sem ekki voru hluti af Sovétríkjunum hafi dregist saman um rúman fjórðung á milli ára frá janúar fram í maí eftir að það missti þó nokkra evrópska viðskiptavini.

Útflutningur til þessara landa dróst saman um 61 milljarð rúmmetra, sem er 27,6% minna en á sama tíma í fyrra, að því er kom fram í yfirlýsingu frá Gazprom.

Þar segir einnig að flutningur á gasi til Kína í gegnum Síberíu hafi aukist.

Gasleiðsla í Finnlandi.
Gasleiðsla í Finnlandi. AFP

Síðan Rússar sendu herlið sitt inn í Úkraínu 24. febrúar hafa þeir krafist þess að viðskiptavinir frá „óvinveittum löndum“, þar á meðal ríkjum ESB, borgi fyrir gasið í rúblum.

Gazprom er hætt flutningi á gasi til Póllands, Búlgaríu, Finnlands og Hollands vegna þess að þessi lönd neita að borga í rúblum. Danir áttu að bætast í þennan hóp í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert