Dyggasti aðdáandi bresku krúnunnar

Fjögurra daga hátíðarhöld hefjast í dag í tilefni af sjötíu ára valdaafmæli Elísabetar Bretadrottningar. 

Borgarbragurinn í Lundúnaborg ber þess greinilega merki. Skreytingar hafa verið settar upp og dyggustu aðdáendur krúnunnar mættu í gær og tjölduðu fyrir utan höllina. 

Dyggustu aðdáendur krúnunnar gistu fyrir utan höllina í nótt, sem …
Dyggustu aðdáendur krúnunnar gistu fyrir utan höllina í nótt, sem er staðsett í miðri Lundúnaborg. AFP

Margeret Tyler

Þá hefur einnig verið metsala á varningi merktum konungsfjölskyldunni og á Margaret Tyler líklega einhvern þátt í því. 

Hún bauð AFP-fréttastofunni í heimsókn í gær þegar hún var að undirbúa sig undir hátíðarhöldin. 

Tyler vonar að drottningin eigi afslappað valdaafmæli. „Hún leggur svo hart að sér.“

Margaret Tyler heldur upp á bresku konungsfjölskylduna.
Margaret Tyler heldur upp á bresku konungsfjölskylduna. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert