Fjórir eru látnir eftir skotárás á sjúkrahúsi í Tulsa í Oklahoma-ríki í Bandaríkjunum sem átti sér stað í kvöld. Árásarmaðurinn er á meðal látinna en talið er að hann hafi svipt sig lífi.
„Við hugsum til og biðjum fyrir hinum látnu. Lögregluliðið okkar hafði verið æft og undirbúið fyrir aðstæður sem þessar. Þetta hefði getað farið enn verr,“ sagði Jayme Fowler, forseti bæjarstjórar í Tulsa.
Lögreglan vinnur nú að rannsókn á vettvangi og hefur fólk verið beðið um að halda sig frá svæðinu.
Árásarmaðurinn var vopnaður riffli.