Sjónvarpsáhorfendur í Rússlandi sjá aðeins útgáfu stjórnvalda í landinu af atburðarásinni í Úkraínu.
Í upphafi innrásar Rússa í landið var þeim ekki sagt að um stríð væri að ræða.
Núna kemur ítrekað fram í spjallþáttunum sem eru áberandi í sjónvarpinu að Rússar standi frammi fyrir þriðju heimsstyrjöldinni gagnvart Vesturlöndum.
BBC skoðaði hvernig umfjöllunin í landinu hefur breyst á þeim 100 dögum sem eru í dag liðnir síðan stríðið hófst.