Lögreglan í Texas skaut til bana dæmdan morðingja sem slapp úr fangelsi og var grunaður um að hafa myrt fjölskyldu.
Lík fimm manns, eins fullorðsins og fjögurra barna, fundust í húsi skammt frá bænum Centerville í Leon-sýslu í Texas á fimmtudag.
Gonzalo Lopez var skotinn til bana í borginni Jourdanton í kjölfar skotbardaga sem hófst eftir að lögreglan lagði hald á stolinn bíl umræddrar fjölskyldu.
Lögreglan hafði leitað að Lopez í austurhluta Texas síðan hann slapp úr haldi 12. maí þegar verið var að flytja hann í annað fangelsi í rútu.
Lopez losaði sig úr fjötrum og tókst að saga sig í gegnum járnbúr í rútunni áður en hann réðst á ökumanninn og flúði.