Segjast hafa endurheimt hluta borgarinnar

Reykur stígur upp frá borginni Severódónetsk í fyrradag.
Reykur stígur upp frá borginni Severódónetsk í fyrradag. AFP

Úkraínumenn segjast hafa endurheimt hluta borgarinnar Severódónetsk af Rússum. Sergí Gaídaí, héraðsstjóri í Lugansk, greindi frá þessu.

„Þeir (Rússar) hafa ekki náð ekki fullum yfirráðum,“ sagði hann og bætti við að Rússar hafi þurft að hörfa um „20 prósent“.

„Um leið og við fáum mikið magn af vestrænum, langdrægum vopnum, munum við veita meiri mótstöðu gegn stórkotaliði þeirra...og þá mun rússneska fótgönguliðið hlaupa á brott,“ sagði hann.

Rúmlega 100 dagar eru liðnir síðan Vladimír Pútín Rússlandsforseti fyrirskipaði innrás í Úkraínu. Þúsundir hafa látist, milljónir hafa þurft að yfirgefa heimili sín og eyðileggingin er mikil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert