Réðu yfir 70% en hafa hörfað

Þessi ljósmynd sýnir sprengingu í borginni Severódónetsk fyrir um viku …
Þessi ljósmynd sýnir sprengingu í borginni Severódónetsk fyrir um viku síðan. AFP

Rússneski herinn hefur misst yfirráð yfir hluta þess landsvæðis sem hann hafði náð í borginni Severódónetsk í austurhluta Úkraínu.

Miklir bardagar hafa verið í þessari lykilborg en stjórnvöld í Rússlandi ætla sér að ná stjórn á Donbas-héruðum, að sögn héraðsstjóra Lugansk, Sergí Gaídaí.

„Rússar réðu yfir um 70 prósentum af borginni en undanfarna tvo daga hafa þeir þurft að hörfa,“ sagði Gaídaí á Telegram.

„Borginni er skipt í tvo hluta. Þeir þora ekki að ferðast frjálslega um í borginni.“

Gaídaí bætti við að úkraínskar hersveitir hefðu tekið til fanga átta rússneska hermenn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert