Sprengingar í Kænugarði í nótt

Reykur stígur upp af svæði í Kænugarði eftir sprengjuárás Rússa. …
Reykur stígur upp af svæði í Kænugarði eftir sprengjuárás Rússa. Myndin er úr safni. AFP/Sergei Volskí

Þó nokkrar sprengingar urðu í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, í nótt.

Að sögn Vitalí Klitscko, borgarstjóra Kænugarðs, urðu sprengingarnar í hverfunum Darnytskí og Dniprovskí og var slökkvistarf í gangi.

Þessu greindi hann frá á Telegram stuttu eftir að loftvarnarflautur ómuðu í borginni og fleiri borgum í landinu.

„Eins og staðan er núna er enginn látinn eftir eldflaugaárásirnar sem voru gerðar á innviði. Einn særðist og var fluttur á sjúkrahús. Öll þjónusta er enn í gangi á svæðunum sem um ræðir,” sagði hann.

Vitalí Klitschko.
Vitalí Klitschko. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka