Stjórnarandstaða Póllands hefur gagnrýnt ákvörðun ríkisstjórnarinnar að læknar skuli halda skrá yfir allar ófríska ríkisborgara. Telur stjórnarandstaðan skrána vera „nýtt tól í kúgun kvenna“.
Stjórn Póllands hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir stefnu þeirra er kemur að þungunarrofi.
Æðsti dómstóll Póllands komst að þeirri niðurstöðu árið 2020 að þungunarrof sem eru framkvæmd vegna þess að fóstur er með alvarlegan og óafturkræfan fæðingargalla væri brot á stjórnarskrá landsins. Þungunarrof er aðeins heimilt í þeim tilvikum þegar líf móðurinn er í hættu eða ef þungunin er afleiðing nauðgunar eða sifjaspells.
Adam Niedzielski, heilbrigðisráðherra Póllands, hefur nú gefið út tilskipun þess efnis að allar meðgöngur skuli skrá, ásamt núverandi eða fyrrverandi veikindum, læknisheimsóknir, meðferðir og blóðflokk fólks.
Heilbrigðisráðuneytið sagði að slíkar upplýsingar myndu hjálpa læknum í Póllandi eða erlendis til að aðstoða sjúklinga sína.
Þingmenn stjórnarandstöðunnar telja hins vegar að upplýsingarnar gætu komist í hendur saksóknara sem studdir eru af stjórninni.