Segjast hafa náð íbúðahverfum Severdonetsk

Vladimír Putín Rússlandsforseti og Varnarmálaráðherra Rússlands Sergei Shoigu í bakgrunni.
Vladimír Putín Rússlandsforseti og Varnarmálaráðherra Rússlands Sergei Shoigu í bakgrunni. AFP/Mikaíl Metzel

Varnarmálaráðherra Rússlands sagði í dag að rússneskir hermenn væru búnir að ná fullri stjórn yfir íbúðahverfum Severdonetsk, stærstu borginni í Lúhansk-héraðinu í austurhluta Úkraínu sem hefur verið sögð undir stjórn Úkraínumanna.

Staðsetning borgarinnar er talin vera afar mikilvæg og hefur hún því sætt miklum árásum síðustu daga. Rússneskar hersveitir hafa verið ágengar í austurhluta Úkraínu síðustu vikur en herinn hefur sömuleiðis lagt minni áherslu að ná Kænugarði. Fyrirætlanir þeirra með höfuðborgina virðast ekki hafa gengið eftir.

Ekki náð iðnaðarhverfum

„Íbúðahverfi Severodonetsk borgarinnar hafa verið full frelsuð,“ sagði ráðherrann á fundi varnarmálaráðuneytisins sem var sjónvarpað frá.

Rússneski herinn væri þó enn að ná stjórn yfir iðnaðarhverfum og byggðum í grennd, bætti hann við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert