Sýning um stríðið á safni í Úkraínu

Vel hefur verið sótt á sýninguna um stríðið Úkraínu í …
Vel hefur verið sótt á sýninguna um stríðið Úkraínu í höfuðborg ríkisins Kænugarði. AFP

Þrátt fyr­ir að inn­rás Rúss­lands í Úkraínu standi enn yfir og að hart sé bar­ist á mörg­um víg­stöðvum hef­ur verið opnuð sýn­ing um inn­rás­ina í höfuðborg Úkraínu Kænug­arði.

Í byrj­un inn­rás­ar­inn­ar náðu Rúss­ar völd­um á mörg­um svæðum í kring­um höfuðborg­ina en núna hafa þeir neyðst til þess að hörfa og segja skilið við þessa staði og hafa þar að auki þurft að skilja eft­ir alls kon­ar muni víðs veg­ar sem al­menn­ing­ur ber núna aug­um á nýrri sýn­ingu í safni sem var upp­runa­lega til­einkað seinni heims­styrj­öld­inni í Kænug­arði.

Meðal mun­anna sem eru til sýn­is eru eld­flaug­ar, mat­ar­skammt­ar, hjálm­ar og fleira sem skilið var eft­ir á svæði norðan við Kænug­arð. Í gler­skáp­um er jafn­vel hægt að skoða per­sónu­lega muni lát­inna rúss­neskra her­manna eins og vega­bréf og kred­it­kort.

Yuriý Sa­vchuk, sýn­ing­ar­stjóri sýn­ing­ar­inn­ar, seg­ir að þessi sýn­ing sé sett upp til að svara sýn­ingu í Moskvu í Rússlandi sem sýn­ir rang­lega þann fas­isma sem að sögn Rússa ríki í Úkraínu og Rúss­ar segj­ast berj­ast gegn. 

Hægt er að skoða vegabréf látinna rússneskra hermanna á sýningunni.
Hægt er að skoða vega­bréf lát­inna rúss­neskra her­manna á sýn­ing­unni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert