Vantrauststillagan felld með einu atkvæði

Morgan Johansson, dómsmálaráðherra Svíþjóðar, slapp með skrekkinn í dag en …
Morgan Johansson, dómsmálaráðherra Svíþjóðar, slapp með skrekkinn í dag en einu atkvæði munaði að hann hefði þurft að segja af sér. Ljósmynd/Kristian Pohl/Dómsmálaráðuneyti Svíþjóðar.

Van­traust­stil­laga gegn Morg­an Johans­son, dóms­málaráðherra Svíþjóðar, var felld með einu at­kvæði á sænska þing­inu fyr­ir há­degi. Þetta kem­ur fram í frétt sænska rík­is­út­varps­ins, SVT

Svíþjóðardemó­krat­ar báru upp til­lög­una í síðustu viku. Þeir segja að Johans­son hafi ekki brugðist nægi­lega vel við auknu of­beldi skipu­lagðra gengja.

Svíþjóðardemó­krat­ar ásamt Modera­terna og Kristi­leg­um demó­kröt­um studdu til­lög­una en flokk­arn­ir eru með 174 sæti á þing­inu og þurftu því ein­ung­is eitt at­kvæði í viðbót til þess að til­lag­an yrði samþykkt. Svo var ekki raun­in en 174 at­kvæði voru greidd með til­lög­unni en 175 sögðu ým­ist nei, sátu hjá eða voru fjar­ver­andi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert