Höfnuðu tillögu um endurbætur á viðskiptakerfinu

Frá þingi Evrópusambandsins.
Frá þingi Evrópusambandsins. AFP/Frederick Florin

Tillaga um endurbætur á viðskiptakerfi með losunarheimildir var í dag hafnað í atkvæðagreiðslu á Evrópuþinginu. Tillagan verður send aftur til þingnefndar til endurskoðunar.

Evrópusambandið hefur heitið því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 55 prósent fyrir árið 2030.

Þingmenn Evrópuþingsins töldu breytingar á áætluninni ekki fullnægjandi. Var tillögunni því hafnað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert