Þúsund apabólusmit ástæða til varúðar

Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.
Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. AFP

Þúsund tilfelli apabólu hafa nú verið staðfest utan Afríku og segir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) það gefa til kynna að sjúkdómurinn gæti orðið landlægur í öðrum löndum. Apabóla hefur hingað til aðeins verið landlæg í Afríku.

Framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, Tedros Adhanom Ghebreyesus, segir að heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna leggi ekki til að bólusetja fjölda fólks eins og gert var í kórónuveirufaraldrinum. Bendir hann á að enginn hafi látist hingað til af völdum sjúkdómsins. 

Greinst í 29 löndum utan Afríku

„Meira en þúsund smit af apabóla hafa nú verið tilkynnt til WHO frá 29 löndum þar sem sjúkdómurinn er ekki landlægur,“ sagði Tedros á blaðamannafundi. Ítrekaði þá Tedros að sjúkdómurinn hafi ekki aðeins greinst í mönnum sem stunda mök með öðrum mönnum.

Helstu ein­kenni apa­bólu eru út­brot sem dreifa sér um lík­amann, hiti, kulda­köst og liðverk­ir.

Tedros bendir á að þó að þetta sé ástæða til varúðar hafi sjúkdómurinn lengi verið landlægur í þó nokkrum löndum í Afríku. Hafa til dæmis 1.400 manns smitast með Apabólu og 66 látist af völdum hennar á þessu ári í Afríku. Að mati Tedros ættu þessu lönd að fá sömu tækni og hjálp til að takast á við sjúkdóminn og lönd utan Evrópu keppast nú um að verða sér út um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert