Ökumaðurinn í Berlín færður á geðdeild

Fjöldi fólks hefur farið að staðnum þar sem maður keyrði …
Fjöldi fólks hefur farið að staðnum þar sem maður keyrði á hóp á fólki í gær til að votta virðingu sína en ein kona lést vegna þessa í gær. AFP

Sak­sókn­ar­ar í Berlín sækj­ast nú eft­ir því að ökumaður­inn sem keyrði á hóp fólks í Berlín í gær verði færður úr gæslu­v­arðhaldi yfir á geðdeild þar sem hann fær geðþjón­ustu.

Maður­inn keyrði inn í hóp af fólki í gær­morg­un um 11:30 á staðar­tíma, á horni Ran­kestrasse og Tau­entzienstrasse í vest­ur­hluta Berlín­ar, með þeim af­leiðing­um að ein kona lést. Kon­an var kenn­ari með hóp af ung­menn­um í skóla­ferð. Sum ung­menn­anna urðu einnig fyr­ir bíln­um og slösuðust við það. 32 slösuðust í heild­ina. 

Bíl­ferð manns­ins endaði að lok­um í búðar­glugga á versl­un­ar­göt­unni Tau­entzienstrasse.

Geðklofi og eit­ur­lyf

Maður­inn er 29 ára gam­all og að sögn upp­lýs­inga­full­trúa sak­sókn­ara í Berlín er út­lit fyr­ir að hann þjá­ist af of­sókn­ar­kennd­um geðklofa. Þar að auki nefn­ir upp­lýs­inga­full­trú­inn að eit­ur­lyf hafi fund­ist í íbúð manns­ins. 

Að sögn upp­lýs­inga­full­trú­ans hafa sak­sókn­ar­ar og lög­regla úti­lokað að verkið hafi verið hryðju­verk en rann­saka nú hvort að það hafi verið framið að völd­um and­legra kvilla.

Innviðaráðherra Berlín Iris Spran­ger sagði í gær ekk­ert benda til þess að um póli­tískt verk væri að ræða held­ur var verkið framið af ein­hverj­um sem þjá­ist af rang­hug­mynd­um og and­leg­um veik­ind­um.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert