„Það er ekkert pláss fyrir ótta í skólum“

Frá mótmælafundi í Chicago í dag.
Frá mótmælafundi í Chicago í dag. KAMIL KRZACZYNSKI

Tug­ir þúsunda söfnuðust sam­an víðsveg­ar um Banda­rík­in í dag til að krefjast strang­ari skot­vopna­lög­gjaf­ar og aðgerða gegn byssu­of­beldi í land­inu.

Mót­mæl­end­ur á öll­um aldri streymdu inn í versl­un­ar­miðstöðina Nati­onal Mall í Washingt­on þar sem voru meira en 45.000 hvít­ir vas­ar með blóm­um, einn fyr­ir hvert fórn­ar­lamb skotárása í Banda­ríkj­un­um árið 2020, að því er frétta­stofa AFP grein­ir frá.

„Vernd­um fólk, ekki byss­ur,“ stóð á einu skilti sem mót­mæl­andi hélt á. „Það er ekk­ert pláss fyr­ir ótta í skól­um,“ stóð á öðru.

Sam­kvæmt byssu­ör­ygg­is­hópn­um March for Our Li­ves (MFOL), sem stofnaður var af þeim sem lifðu af skotárás­ina í Park­land skóla árið 2018, eru um 450 mót­mæla­fund­ir fyr­ir­hugaðir. Frétta­stofa BBC greindi frá þessu.

Aðgerðal­eysi drepi Banda­ríkja­menn

MFOL sagði að aðgerðal­eysi stjórn­mála­leiðtoga væri að drepa Banda­ríkja­menn.

„Við mun­um ekki leng­ur leyfa ykk­ur að halla ykk­ur aft­ur á meðan fólk held­ur áfram að deyja,“ sagði Trevor Bosley, stjórn­ar­maður í MFOL, í yf­ir­lýs­ingu.

MFOL hef­ur til að mynda kallað eft­ir banni árás­ar­vopna, al­hliða bak­grunns­at­hug­un fyr­ir þá sem ætla sér að kaupa byss­ur og sér­stakt ley­fis­kerfi með skrá yfir byssu­eig­end­ur í land­inu.

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti sagðist styðja mót­mæl­in og hvatti þingið til að samþykkja „skyn­sam­lega lög­gjöf um byssu­ör­yggi“.

Mót­mæl­in koma í kjöl­far tíðra fjölda­skotárása í land­inu, þar á meðal skotárás­ar­inn­ar í grunn­skóla í Texas og í stór­markaði í New York í maí. Mót­mæla­fund­ir verða meðal ann­ars haldn­ir í Washingt­on, New York, Los Ang­eles og Chicago.

Frá mótmælafundi í Chicago í dag.
Frá mót­mæla­fundi í Chicago í dag. KAMIL KRZACZYNSKI
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert