„Hvað höfum við gert þeim“

Maður hjólar eftir götu í Saltivka, úthverfi Karkív, annarrar stærstu …
Maður hjólar eftir götu í Saltivka, úthverfi Karkív, annarrar stærstu borgar Úkraínu. Á gatnamótunum standa sendiferðabílar með aðvörunarorðum. Varúð, óbreyttum borgurum óheimill aðgangur, stendur á öðrum, en Varúð, sprengjuárásir, stendur á hinum. mbl.is/Oksana Jóhannesson

„Karkív var frem­ur vin­veitt Rússlandi og það átti eng­inn von á svona ill­mennsku. Hvað höf­um við gert þeim?“ spyr Vla­dislav, 52 ára íbúi Salti­vka, út­hverf­is borg­ar­inn­ar Karkív í Úkraínu, þar sem brunn­ar bygg­ing­ar og hálf­hrund­ar blasa við hvert sem litið er. Jón Gauti Jó­hann­es­son, frétta­rit­ari Morg­un­blaðsins, var þar á ferð ásamt Ok­sönu Jó­hann­es­son ljós­mynd­ara og ræddi við nokkra íbúa, sem hafa haldið kyrru fyr­ir þrátt fyr­ir að inn­rás Rússa hafi gert lífið þar hættu­legt, erfitt og gersneytt öll­um þæg­ind­um.

Vladislav hefur verið í Saltivka frá því að umsátur Rússa …
Vla­dislav hef­ur verið í Salti­vka frá því að umsát­ur Rússa hófst. Hann þarf að sækja vatn lang­an veg og höggva eldivið. mbl.is/​Oks­ana Jó­hann­es­son

Í grein Jóns Gauta í Sunnu­dags­blaðinu um helg­ina er því lýst hvernig fólk þarf að sækja vatn í brunna og eldivið í ná­læga skóga. Í þrjá mánuði hef­ur fólk í Salti­vka verið án vatns í íbúðum, ra­magns og gass. Þrátt fyr­ir umsát­ur rúss­neska hers­ins er enn fólk að finna í Salti­vka.

Tetjana hellir vatni í fötu. Íbúar í Saltivka hafa verið …
Tetj­ana hell­ir vatni í fötu. Íbúar í Salti­vka hafa verið án renn­andi vatns, raf­magns og gass mánuðum sam­an. mbl.is/​Oks­ana Jó­hann­es­son

Tetj­ana er einn viðmæl­enda Jóns Gauta. Hún er 64 ára og kom­in á eft­ir­laun. Hún seg­ist nú geta greint á milli flug­hersárása, loft­varn­ar­skota, fall­byssna, sprengju­varpa og eld­flauga­skot­palla. Þegar hún er spurð hvaða ráð hún hafi í svona erfiðum aðstæðum svar­ar hún: „Halda höfðinu köldu og forðast móður­sýki. Að er hægt að kom­ast í gegn­um allt með alls­gáðum huga.“

Viktor, Arsen og Oleksandr hafa þraukað umsátrið. Viktor er Rússi …
Vikt­or, Arsen og Oleks­andr hafa þraukað umsátrið. Vikt­or er Rússi og var í rúss­neska hern­um, en skil­ur ekk­ert í inn­rá Rússa inn í Úkraínu. mbl.is/​Oks­ana Jó­hann­es­son

Ljú­bov er 58 ára og vann sem spor­vagna­stjóri fyr­ir stríðið. Hún hafðist við í kjall­ara í tvoog hálf­an mánuð og fór ekki ú und­ir bert loft. „Ég óttaðist sprengj­urn­ar og að graf­ast und­ir í kjall­ar­an­um, en ég gat mig hvergi hreyft. Ég var í áfalli all­an tím­ann. Kjall­ar­inn nötraði þegar sprengj­ur féllu ná­lægt. Ég bað bæn­ir frá morgni til kvölds. Ég vissi ekki hvort það var dag­ur eða nótt.“ Helsta ánægja henn­ar er að fóðra kött­inn og gefa dúf­um brauðmylsnu. „Ég byrjaði fyrst að brosa aft­ur fyr­ir þrem dög­um,“ seg­ir hún.

Ljúbov (fyrir miðju) var í hópi sem sat að snæðingi …
Ljú­bov (fyr­ir miðju) var í hópi sem sat að snæðingi og borðaði bor­sj þegar frétta­rit­ara Morg­un­blaðsins og ljós­mynd­ara bar að garði. mbl.is/​Oks­ana Jó­hann­es­son

Vikt­or er Rússi og var fyr­ir 20 árum í rúss­neska hern­um. Að lok­inni herþjón­ustu kvænt­ist hann konu frá Úkraínu og flutti til Karkív. „Ég var í áfalli, hvernig gat Rúss­land ráðist á svona lítið friðsam­legt ríki? Er ekki nóg af landsvæði á milli, frá Moskvu til Vla­dis­vostok? Hvernig gat þetta gerst – ég sendi Rússlandi fing­ur­inn, orðum það þannig,“ svar­ar hann þegar hann er spurður hvernig hon­um hafi orðið við þegar Rúss­ar réðust inn í Úkraínu.

Frá­sögn Jóns Gauta er í Sunnu­dags­blaðinu ásamt mynd­um Ok­sönu Jó­hann­es­son.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert