Vill hreinan meirihluta á franska þinginu

Franski forsetinn, Emmanuel Macron, hefur kosið í fyrstu umferð frönsku …
Franski forsetinn, Emmanuel Macron, hefur kosið í fyrstu umferð frönsku þingkosninganna. AFP/Ludovic Marin

Frakkar kjósa í dag í fyrstu umferð frönsku þingkosninganna en Emmanuel Macron, sem nýlega hefur verið endurkjörinn sem forseti, sækist eftir því að vinna hreinan meirihluta á þingi.

Kosningarnar um 577 sætin í neðri deild franska þingsins fara fram í tveimur umferðum. Niðurstöður umferðarinnar í dag munu liggja fyrir á morgun og talið er að þær muni gefa sterka vísbendingu um endanleg úrslit, þó þau liggi að vísu ekki fyrir fyrr en að annarri umferð lokinni. Hún fer fram að viku liðinni, sunnudaginn 19. júní.

Eftir slæmt gengi í forsetakosningunum í apríl, þar sem Macron tryggði sér forsetaembættið annað kjörtímabilið í röð, hafa frönsku vinstri flokkarnir þrír tekið höndum saman og myndað kosningabandalagið NUPES, undir forystu Jean-Lucs Melenchon.

Skoðanakannanir benda til að spennandi kosningar séu framundan en mjótt er á munum milli vinstri bandalagsins og bandalags miðju flokkanna, Ensamble, sem er undir forystu forsetans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka