Vonin úti um að finna blaðamanninn á lífi

Blaðamaðurinn Dom Phillips hefur starfað lengi á svæðinu.
Blaðamaðurinn Dom Phillips hefur starfað lengi á svæðinu. AFP

Eiginkona og tengdamóður breska blaðamannsins, Dom Phillips, segja vonir þeirra vera úti um að finna Phillips á lífi en hann og Bruno Pereira hurfu spor­laust í Amazon regnskóginum í Bras­il­íu fyrir viku.

The Guardian greinir frá þessu en Phillips skrifaði fyrir miðilinn.

Brasilíski herinn, lögregla og innfæddir á svæðinu hafa leitað mannanna tveggja en leitin hefur lítinn árangur borið.

Brasilíski herinn hefur komið að leitinni.
Brasilíski herinn hefur komið að leitinni. AFP

„Þeir eru ekki lengur með okkur,“ skrifaði tengdamóðir Phillips á Instagram. 

„Sálir þeirra hafa gengið til liðs við svo marga sem hafa látið lífið til varnar regnskóginum og frumbyggjum þess. Í dag eru þeir hluti af gríðarlega öflugri lífsorku þessa gróðurlendis sem er hjarta Brasilíu.“

Mennirnir tveir hurfu í lok rannsóknarferðar fyrir bók Phillips um sjálfbæra þróun á svæðinu. Þeir höfðu starfað saman lengi og voru að taka viðtöl við innfædda á Vale do Javari svæðinu. Er bátur þeirra kom ekki á tilsettum tíma í bæinn Atalaia do Norte var hvarf þeirra tilkynnt.

Lögreglan hefur handtekið einn mann í tengslum við málið sem hafði hótað Phillips og Pereira daginn áður en þeir hurfu. Leifar af blóði fundust í bát hans.

Phillips hafði skrifað tölu­vert um ólög­leg­ar veiðar á þess­um slóðum en Pereira hef­ur bar­ist gegn slíku at­hæfi. Hef­ur hann í kjöl­farið fengið líf­láts­hót­an­ir og því hef­ur vaknað grun­ur um að menn­irn­ir hafi verið tekn­ir af lífi eða þeim rænt.

Dom Phillips og Bruno Pereira hurfu spor­laust í Amazon regnskóginum …
Dom Phillips og Bruno Pereira hurfu spor­laust í Amazon regnskóginum í Bras­il­íu fyrir viku. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert