Beri að taka FFH alvarlega

Bill Nelson forstjóri bandarísku geimferðarstofnunarinnar NASA segist trúa á tilvist …
Bill Nelson forstjóri bandarísku geimferðarstofnunarinnar NASA segist trúa á tilvist geimvera. AFP

Bill Nel­son, for­stjóri banda­rísku geim­ferðar­stofn­un­ar­inn­ar NASA, seg­ist trúa á til­vist geim­vera og frá­sögn­um um fljúg­andi furðuhluti (FFH) en fyrr­um geim­far­inn og öld­unga­deild­arþingmaður­inn hef­ur fyr­ir­skipað að ráðist verði í um­fangs­mikl­ar rann­sókn­ir á óút­skýrðum fyr­ir­brigðum.

Að sögn Nel­son ræddi hann við tvo banda­ríska herflug­menn sem urðu vitni að „óþekkt­um loft­för­um“ árið 2004 en málið er til rann­sókn­ar. „Við tök­um þessu mjög al­var­lega,“ sagði Nel­son á blaðamanna­fundi.

„Ég hef rætt við flug­menn sjó­hers­ins sem vita að þeir urðu áskynja að ein­hverju árið 2004. Þeir röktu það á rat­sjá sinni yfir strend­ur Kalíforniu og yfir Kyrra­hafið. Síðan þá hafa um hundrað fyr­ir­brigða verið til­kynnt og hafa sum þeirra verið út­skýrð, en flest þeirra eru óút­skýrð.

Þannig að ég hef beðið NASA, og það verður til­kynnt inn­an ör­fárra daga, um að nálg­ast um­rætt viðfangs­efni frá vís­inda­legu sjón­ar­horni, þar sem við erum vís­inda­leg rann­sókn­ar­stofn­un. Eft­ir um átta mánuði munu þeir gefa út skýrsl­una,“ seg­ir hann.

Þegar hann var spurður hvort loft­för­in gætu verið óvin­veitt sagðist hann ekki vita það, en hann sagðist vona að svo væri ekki sök­um þess að frá­sagn­ir flug­mann­anna benda til þess að loft­för­in geta ferðast á leift­ur­hraða.

Loftfarið sem Dietrich sá í nóv­em­ber 2004. Það ferðaðist á …
Loft­farið sem Dietrich sá í nóv­em­ber 2004. Það ferðaðist á leift­ur­hraða. mbl.is

Birt­ist sek­únd­um síðar í um 100 km fjar­lægð

Herflugmaður­inn Alex Dietrich er einn af þeim sem urðu vitni að fjölda óþekktra loft­fara við strend­ur Kali­forn­íu. Fyr­ir­bær­in ferðuðust á óút­skýr­an­leg­um hraða að sögn Dietrich. Þeir lækkuðu flug sitt um 2400 metra á inn­an við sek­úndu og hækkuðu síðan flug sitt um tugi kíló­metra á nokkr­um sek­únd­um. At­vikið náðist á mynda­vél sem og á rat­sjá.

„Það hoppaði frá ein­um stað til ann­ars og velt­ist um með óút­reikn­an­leg­um hætti. Við vor­um á tal­stöðum okk­ar á meðan á þessu stóð að missa vitið,“ seg­ir Dietrich. Þegar til­raun­ir voru gerðar til að ná sam­bandi við eitt af loft­för­un­um, sem var um 12 metra að lengd, hvarf það, aðeins til að birt­ast aft­ur sek­únd­um síðar í um 100 kíló­metra fjar­lægð.

Um hundrað óú­skýr­an­legra fyr­ir­brigða

Í fyrra birt­ist skýrsla starfs­hóps á veg­um banda­ríska varn­ar­málaráðuneyt­is­ins, banda­rísku al­rík­is­lög­regl­unn­ar FBI og leyniþjón­ustu flot­ans þar sem rann­sak­end­ur lögðust í um­fangs­mikla rann­sókn­ar­vinnu á FFH. Í henni kom fram að meiri­hluti þeirra til­fella sem voru til rann­sókn­ar hjá starfs­hópn­um voru óút­skýr­an­leg.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert