Lítill munur á flokki Macron og vinstriflokkum

Emmanuel Macron.
Emmanuel Macron. AFP

Afar lítill munur er á fylgi flokki Emmanuels Macrons Frakklandsforseta og bandalagi þriggja vinstriflokka í fyrstu umferð frönsku þingkosninganna sem fóru fram í dag. 

Fyrstu tölur sýna að miðjubandalag Macrons fékk 25,2 prósent atkvæða og er flokknum spáð flestum þingsætum. Aftur á móti er bandalag vinstriflokkanna með 25,6 prósent atkvæða en er því þó spáð nokkuð færri þingsætum en framboði Macrons.

Úthlutun þingsæta fer eftir fylgi flokka í einstaka héröðum. Miðað við þetta er þó líklegt að flokkur Macrons missi sinn þingmeirihluta.

Seinni umferð kosninganna fer fram eftir viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka