Fyrsta flugvélin til Rúanda með fólk sem reyndi án árangurs að sækja um hæli í Bretlandi leggur af stað frá London í dag þrátt fyrir tilraunir til að stöðva brottvísunina, vaxandi mótmæli og gagnrýni Sameinuðu þjóðanna.
Flugvélin á að lenda í höfuðborginni Kigali á morgun.
Breskir dómarar höfnuðu í gær áfrýjun gegn brottvísuninni.
Samkvæmt samkomulagi breskra stjórnvalda við Kigali geta allir þeir sem koma ólöglega til Bretlands átt von á því að vera sendir til Rúanda. Þau segja Rúanda vera öruggan ákvörðunarstað, öfugt við það sem flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur haldið fram.