Kanadískur maður sem ók bifreið inn í hóp gangandi vegfarenda í miðborg Toronto í Kanada og varð 11 að bana hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn næstu 25 árin.
Alex Minassian, sem var 25 ára þegar árásin var gerð, var fundinn sekur af dómara í Kanada fyrir rúmu ári síðan, eða í mars 2021
Þann 23. apríl 2018 ók maðurinn hvítum sendiferðabíl sem hann hafði tekið á leigu á fullum hraða eftir götum og göngustígum í borginni og reyndi að keyra niður sem flesta.
Tíu dóu og 15 slösuðust í árásinni. Ein kona til viðbótar, sem hafði slasast alvarlega á árásinni, lést í október í fyrra.
Árásin er sú versta í sögu Toronto.