Birta upptökur frá Kongsberg-árásinni

Villaroel með ör í baki.
Villaroel með ör í baki. Ljósmynd/Norska lögreglan

Lög­regl­an í suðaust­urum­dæm­inu í Nor­egi hef­ur birt upp­tök­ur úr tveim­ur ör­ygg­is­mynda­vél­um mat­vöru­versl­un­ar­inn­ar Coop í bæn­um Kongs­berg frá kvöldi 13. októ­ber í fyrra, sem ör­uggt er að fáum íbú­um bæj­ar­ins líður úr minni í bráð. Myrti Espen And­er­sen Bråt­hen fimm manns og særði þrjá þetta kvöld, er hann fór um bæ­inn vopnaður boga og örv­um auk eggvopns. Um er að ræða mann­skæðustu árás í Nor­egi frá því 22. júlí 2011.

fórn­ar

Lög­regl­an hafði ekki hugsað sér að birta upp­tök­urn­ar en að sögn Ola B. Sæ­verud, lög­reglu­stjóra, var ákvörðun tek­in um birt­ingu eft­ir að sér­fræðing­ar við Lög­reglu­há­skól­ann höfðu farið yfir viðbrögð lög­reglu í Kongs­berg þetta kvöld og skilað af sér skýrslu.

Með ör í bak­inu

„Núna, þegar skýrsl­an ligg­ur fyr­ir, höf­um við eng­in rök fyr­ir því að birta ekki þetta efni. Við ger­um okk­ur ljóst að al­menn­ing­ur er for­vit­inn um ein­mitt þenn­an hluta aðgerðar­inn­ar,“ seg­ir Sæ­verud við norska rík­is­út­varpið NRK. Lög­regl­unni var legið á hálsi fyr­ir að hafa misst af Bråt­hen eft­ir að hann hljóp út um neyðarút­gang versl­un­ar­inn­ar og ekki fundið hann á ný fyrr en hann hafði orðið fólk­inu að bana.

Á hljóðrás ann­ars mynd­skeiðsins má heyra í brunaviðvör­un­ar­kerfi versl­un­ar­inn­ar, sem Bråt­hen virkjaði frá lag­er henn­ar. Ann­ars staðar má sjá lög­regluþjón­inn Rigo­berto Vill­arroel með ör í bak­inu en Bråt­hen tók þegar að skjóta af vopni sínu er hann sá til lög­reglu sem fór í fyrstu inn í versl­un­ina án varn­ar­búnaðar á borð við skot­held vesti.

Hörfaði lög­regla því und­an örva­hríðinni og sætti árás­armaður­inn þá lagi, forðaði sér út um neyðarút­gang­inn og hvarf sjón­um lög­reglu í um hálfa klukku­stund.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert