Krefjast útgöngu úr mannréttindasáttmála

Ráðherran Therese Coffey.
Ráðherran Therese Coffey. AFP

Breskir íhaldsmenn hafa hvatt ríkisstjórn landsins til að draga sig út úr Mannréttindasáttmála Evrópu eftir að dómari kom í veg fyrir áform ríkisstjórnarinnar um að fljúga með umsækjendur um alþjóðlega vernd til Rúanda.

Mannréttindadómstóll Evrópu kom á síðustu stundu í gærkvöldi í veg fyrir brottflutning flóttamanna og hælisleitenda frá Bretlandi.

Ráðherrann Therese Coffey sagði ríkisstjórnina vera „undrandi og vonsvikna“ vegna úrskurðarins í gærkvöldi. Hún sagðist sammála innanríkisráðherranum Priti Patel um að undirbúningur hefjist strax fyrir næstu flugferð til Rúanda.

„Við höldum áfram að undirbúa okkur og reynum um leið að snúa við öllum komandi lögfræðilegum hindrunum,“ sagði Coffey við Sky News.

Þingmaðurinn Andrea Jenkyns sagði í tísti sínu að Bretland ætti að draga sig út úr Mannréttindadómstóli Evrópu og „stöðva afskipti hans af breskum lögum“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert