Leggja hald á muni í regnbogalitum

Litir regnbogans hafa lengi verið merki hinseginfólks víðs vegar um …
Litir regnbogans hafa lengi verið merki hinseginfólks víðs vegar um heiminn. AFP

Op­in­ber­ir starfs­menn viðskiptaráðuneyt­is­ins í Sádí-Ar­ab­íu hafa lagt hald á leik­föng og föt sem eru í regn­boga­lit­um í höfuðborg rík­is­ins Ríad. Er þetta gert að þeirra sögn í her­ferð gegn sam­kyn­hneigðum en hinseg­in fólk er bannað lög­um sam­kvæmt í Sádí-Ar­ab­íu. 

Rík­is­rek­in sjón­varps­frétta­stöð þar í landi und­ir nafn­inu Al-Ek­hbariya greindi frá því gær­kvöldi að hald yrði lagt á allskon­ar muni fram­leidda fyr­ir börn í regn­boga­lit­um. 

Í yf­ir­lýs­ingu frá viðskiptaráðuneyti Sádí-Ar­ab­íu kom fram að mun­irn­ir færu gegn því sem Íslamstrú stæði fyr­ir og að mun­irn­ir væru hannaðir til að herja á yngri kyn­slóðum með áróðri sam­kyn­hneigðra. Jafn­framt kom fram að mun­irn­ir væru nú til sýn­is.

Ekki hef­ur enn komið fram hversu marg­ir hlut­ir voru tekn­ir eða hversu marg­ar búðir eða aðrar stofn­an­ir urðu fyr­ir aðgerðum ráðuneyt­is­ins.

Lög gegn sam­kyn­hneigðum og hinseg­in fólki eru mjög ströng í Sádí-Ar­ab­íu og brot gegn þeim lög­um get­ur varðað af­töku. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert