Opinberir starfsmenn viðskiptaráðuneytisins í Sádí-Arabíu hafa lagt hald á leikföng og föt sem eru í regnbogalitum í höfuðborg ríkisins Ríad. Er þetta gert að þeirra sögn í herferð gegn samkynhneigðum en hinsegin fólk er bannað lögum samkvæmt í Sádí-Arabíu.
Ríkisrekin sjónvarpsfréttastöð þar í landi undir nafninu Al-Ekhbariya greindi frá því gærkvöldi að hald yrði lagt á allskonar muni framleidda fyrir börn í regnbogalitum.
Í yfirlýsingu frá viðskiptaráðuneyti Sádí-Arabíu kom fram að munirnir færu gegn því sem Íslamstrú stæði fyrir og að munirnir væru hannaðir til að herja á yngri kynslóðum með áróðri samkynhneigðra. Jafnframt kom fram að munirnir væru nú til sýnis.
Ekki hefur enn komið fram hversu margir hlutir voru teknir eða hversu margar búðir eða aðrar stofnanir urðu fyrir aðgerðum ráðuneytisins.
Lög gegn samkynhneigðum og hinsegin fólki eru mjög ströng í Sádí-Arabíu og brot gegn þeim lögum getur varðað aftöku.