Mesta hækkun stýrivaxta í tæp 30 ár

Jerome Powell, Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, á blaðamannafundi í Washington borg í …
Jerome Powell, Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, á blaðamannafundi í Washington borg í dag. AFP/Olivier DOULIERY

Seðlabanki Bandaríkjanna hefur tilkynnt hækkun stýrivaxta um 0,75 prósentustig sem er mesta hækkun vaxtanna á einu bretti síðan í nóvember 1994, en þá var um að ræða sömu hækkun.

Verðbólga mælist nú 8,6% í Bandaríkjunum sem er sú mesta í 40 ár og er vaxtahækkunin tilraun til þess að reyna að ná verðbólgunni niður í 2%.

Önnur eins hækkun upp á 0,75 prósentustig gæti verið í kortunum í júlí samkvæmt Jerome Powell, seðlabankastjóra.

Greiningaraðilar höfðu spáð hagvexti upp á 2,8% en hafa nú lækkað spána niður í 1,7%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka