Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti um þjálfunaráætlun fyrir úkraínskar hersveitir í óvæntri heimsókn sinni til Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu.
Fréttastofa BBC greinir frá þessu en Johnson sagði að áætlunin gæti breytt gangi stríðsins.
Áður en Johnson kom til Úkraínu var hann væntanlegur til Doncaster til að ávarpa þingmenn frá norðurhluta Bretlands á ráðstefnu fyrir aukakosningar í Wakefield.
Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, sagði að ferð forsætisráðherrans væri mikilvæg og að hann væri ekki móðgaður yfir því að Johnson hefði hætt við að koma fram á ráðstefnunni.
Er þetta önnur heimsókn Johnson til Úkraínu frá því að stríðið hófst í febrúar.