Heimila framsal Assange til Bandaríkjanna

Julian Assange.
Julian Assange. AFP

Yfirvöld í Bretlandi hafa samþykkt framsalsbeiðni Bandaríkjanna yfir Julian Assange stofnanda Wikileaks. Assange hefur tvær vikur til þess að áfrýja ákvörðuninni.

Þetta kemur fram á vef BBC.

Í apríl lögðu dómstólar í Bretlandi fram formlega fyrirskipun um framsal Assange til Bandaríkjanna. Priti Patel innanríkisráðherra tók ákvörðunina svo í morgun og heimilaði þar með fyrirskipun dómstólanna.

Assange er eftirlýstur í Bandaríkjunum fyrir að hafa lekið trúnaðarupplýsingum Bandaríkjahers árin 2010 og 2011. Assange dvaldi í sjö ár í sendiráði Ekvador í London.

Hann var síðan handtekinn 11. apríl 2019 af breskum yfirvöldum fyrir að brotið bresk lög um lausn gegn tryggingu er hann flúði í sendiráðið árið 2012.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka