Óvíst að Macron nái hreinum meirihluta

Emmanuel Macron, forseti Frakklands.
Emmanuel Macron, forseti Frakklands. AFP

Nýjustu skoðanakannanir fyrir frönsku þingkosningarnar sem fara fram á sunnudaginn benda til þess að kosningabandalag Emmanuel Macron Frakklandsforseta muni mögulega ekki ná hreinum meirihluta inn á þing.

Skoðanakannanir fyrirtækjanna Elabe, Ifop-Fiducial og Ipsos gefa til kynna að kosningabandalag Macron sé á góðri leið með að tryggja sér 255 til 305 þingsæti í kosningunum, en óvíst sé þó að þeim takist að tryggja þau 289 þingsæti sem þarf til að mynda hreinan meirihluta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka