Biden datt af hjólinu sínu

Joe Biden Bandaríkjaforseti datt af hjóli sínu í dag.
Joe Biden Bandaríkjaforseti datt af hjóli sínu í dag. AFP

Joe Biden Bandaríkjaforseti varð fyrir því óhappi í dag að detta af hjólinu sínu nærri sumarhúsi sínu í Delaware-ríki í dag.

Forsetinn er 79 ára gamall og var úti að hjóla ásamt eiginkonu sinni, Jill Biden.

Jill og Joe Biden í Delaware-ríki í dag.
Jill og Joe Biden í Delaware-ríki í dag. AFP

AP-fréttaveitan greinir frá því að Biden ekki hafa meitt sig við fallið. „Það er í lagi með mig. Ég festi fótinn,“ sagði hann við blaðamenn.

Almenningur klappaði er hann stóð á fætur líkt og sjá má í myndskeiðinu hér að neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert