Einn er látinn og annar er slasaður eftir eldsvoða í efnaverksmiðju í Sjanghaí-borg í Kína.
Eldurinn kviknaði í Sinopec Shanghai Petrochemical Co. verksmiðjunni í Jinshan-hverfinu í dag en búið er að ná tökum á eldinum að sögn lögregluyfirvalda.
Mikinn reyk lagði frá verksmiðjunni og heyrðu íbúar í sex kílómetra fjarlægð er sprenging varð.
Að sögn borgaryfirvalda er verið að rannsaka upptök eldsins.