Hælisleitendur fá rafrænar merkingar

Mikill vandi hefur fylgt fjölg­un þeirra flótta­manna sem reyna að …
Mikill vandi hefur fylgt fjölg­un þeirra flótta­manna sem reyna að kom­ast yfir Ermar­sundið til Bretlands á smá­bát­um eða með öðrum hættulegum leiðum. AFP

Hælisleitendur sem koma til Bretlands á smábátum eða með vörubílum gætu átt í hættu að fá rafrænar merkingar að sögn breska innanríkisráðuneytisins. 

BBC greinir frá því að merkingarnar verði tólf mánaða tilraun sem mun hafa áhrif á fullorðna sem á að senda frá Bretlandi eftir að hafa komið til landsins með „hættulegum eða óþarfa“ leiðum.

Þeir sem fá fyrstir merkingar verða líklega hælisleitendur sem komust hjá því að verða sendir til Rúanda í liðinni viku. 

Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu kom í veg fyr­ir áform rík­is­stjórn­ar­inn­ar á síðustu stundu að fljúga með um­sækj­end­ur um alþjóðlega vernd til Rú­anda.

Koma fram við ofsótta sem glæpamenn

Gagnrýnendur telja rafrænu merkingarnar koma fram við þá sem eru að flýja ofsóknir sem glæpamenn. 

Með merkingunum telur innanríkisráðuneytið að betur verði hægt að viðhalda reglulegu sambandi við hælisleitendur sem á að senda úr landi. Þá verður einnig skráð hversu margir hverfi og fylgja því ekki lögum. 

Þeir sem bera rafrænar merkingar gætu þurft að sætta ákveðið útgöngubann og ef þeir fylgja því ekki eftir gætu þeir átt í hættu á að verða settir í varðhald eða sóttir til saka.

Innanríkisráðuneytið hefur heitið að börn og óléttar konur muni ekki fá rafrænu merkingarnar.

Mikill vandi hefur fylgt fjölg­un þeirra flótta­manna sem reyna að kom­ast yfir Ermar­sundið til Bretlands á smá­bát­um eða með öðrum hættulegum leiðum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert