Um 840 kg af kókaíni að verðmæti ellefu milljarða króna fundust á stórmarkaði í Tékklandi. Fíkniefnunum var komið fyrir í kössum merktum bönunum en tékknesk yfirvöld telja að eiturlyfin hafi verið flutt á stórmarkaðinn fyrir slysni.
The Guardian greinir frá því að lögreglan vinni nú að því að hafa upp á fleiri stórmörkuðum þar á landi í því skyni að hafa uppi á dreifingaraðilanum.
Eiturlyfin eru talin eiga uppruna sinn í Mið-Ameríku og hafa tékknesk yfirvöld óskað eftir alþjóðlegri aðstoð við rannsókn málsins.