Telur að Úkraína eigi skilið að halda keppnina

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er hann lenti í heimalandinu eftir …
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er hann lenti í heimalandinu eftir að hafa heimsótt Kænugarð. AFP

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, telur að Úkraínu eigi skilið að fá að halda Eurovision á næsta ári og segist vona að það verði að veruleika þrátt fyrir stríðið í ríkinu.

Sam­band evr­ópska sjón­varps­stöðva tilkynnti í gær að keppnin yrði ekki haldin í Úkraínu og að sambandið væri í viðræðum við breska ríkissjónvarpið. 

The Guardian greinir frá því að Johnson hafi rætt við blaðamenn er hann kom heim til Bretlands í dag eftir að hafa farið í óvænta heimsókn til Kænugarðs. 

„Úkraínumenn unnu Eurovision. Ég veit að okkar framlag var frábært, ég veit að við lentum í öðru sæti og mér myndi þykja afar vænt um að keppnin yrði haldin hér,“ sagði Johnson og bætti við að Úkraína ætti skilið að halda keppnina.

„Ég trúi því að Kænugarður eða hvaða örugga úkraínska borg sem er yrði frábær staður til þess að halda keppnina.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert