Seinni umferð frönsku þingkosninganna fer fram í dag en þá ræðst hvort kosningabandalag Emmanuel Macron Frakklandsforseta, sem samanstendur af þremur miðju-hægri flokkum, verði áfram fjölmennast á þingi eða hvort bandalag þriggja vinstri flokka skáki bandalagi forsetans.
Skoðanakannanir frá því í nýliðinni viku benda til þess að miðju-hægri bandalagið sé á góðri leið með að tryggja sér 255 til 305 þingsæti í kosningunum. Óvíst er þó hvort þeim takist að tryggja þau 289 þingsæti sem þarf til að mynda hreinan meirihluta.
Í fyrri umferð kosninganna munaði litlu á bandalagi Macrons, Ensamble, og vinstri flokkunum, NUPES-bandalaginu, en bæði hlutu þau um 26% atkvæða.
Úthlutun þingsæta fer eftir fylgi flokka í einstaka héröðum og verði staðan svipuð fær Ensamble mun fleiri þingmenn þrátt fyrir svipað fylgi á landsvísu. Eins og áður segir er þó óvíst hvort það dugi til að halda hreinum meirihluta á þingi.