Stríðið gæti varað í mörg ár

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO.
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO. AFP

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), býst við því að stríðið í Úkraínu geti varað í mörg ár. Hann segir að vesturveldin verði að halda áfram að styðja við bakið á Úkraínumönnum.

„Við verðum að búa okkur undir að þetta geti tekið mörg ár,“ er haft eftir Stoltenberg í þýska dagblaðinu Bild.

„Við getum ekki hætt að styðja Úkraínu,“ bætti hann við.

Þrátt fyrir að stuðningurinn yrði kostnaðarsamur sagði Stoltenberg að það yrði að halda áfram að senda Úkraínumönnum hergögn og nauðsynjar.

Kostnaðurinn yrði mun meiri ef Rússar næðu markmiðum sínum í Úkraínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert