Uffe Ell­emann-Jen­sen látinn

Uffe Ellamann-Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur.
Uffe Ellamann-Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Uffe Ell­emann-Jen­sen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur, er látinn 80 ára að aldri. Eft­ir langa bar­áttu við krabba­mein hrakaði heilsu hans skyndi­lega og var hann lagður inn á spítala á mánudag, þar sem hann lést.

Danskir fjölmiðlar greina frá andlátinu.

Uffe er helst þekkt­ur fyr­ir það að hafa verið ut­an­rík­is­ráðherra Schlüter-stjórn­ar­inn­ar í Dan­mörku á 9. ára­tugn­um.

Börn hans, þau Jakob Ell­emann-Jen­sen, formaður Ven­stre í Dan­mörku, og Kar­en Ell­emann, þingmaður sama flokks, voru stödd á lýðræðis­hátíð Dan­merk­ur í Born­holm en yfirgáfu hana á fimmtudag til að vera hjá föður sínum.

Haft var eft­ir Uffe í viðtali í mars á þessu ári að hann vissi að dag­ar hans væru senn tald­ir og tím­inn að hlaupa frá hon­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka