Bandarísku hermennirnir í haldi Rússa

Dmitrí Peskov.
Dmitrí Peskov. AFP

Tveir Bandaríkjamenn sem teknir voru til fanga meðan þeir börðust með her Úkraínu voru að stefna rússneskum hermönnum í hættu” og ættu að vera dregnir til ábyrgðar fyrir glæpina”, að sögn talsmanns stjórnvalda í Kreml, Dmitrí Peskov, í viðtali við NBC í dag. 

Er þetta í fyrsta sinn sem stjórnvöld í Kreml tjá sig um hvarf Alexander Drueke og Andy Huynh, sem hafa báðir sinnt herstörfum fyrir bandaríska herinn. Hafa þeir verið teknir til fanga af rússneskum hersveitum í Úkraínu. 

Peskov sagði þá hafa tekið þátt í ólöglegri starfsemi á yfirráðasvæði Úkraínu. Þeir tóku þátt í að skjóta og sprengja hermenn okkar.” Sagði hann að það þyrfti að rannsaka þessa glæpi.

Rússnesk ríkissjónvarpsstöð sýndi myndskeið af Drueke og Huynh í síðustu viku en ekki er vitað við hvaða aðstæður þeir eru í haldi. Spurður hvort þeir gætu átt yfir höfði sér dauðarefsingu sagði Peskov það velta á rannsókninni.

Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins staðfesti á laugardag að bandarísk yfirvöld hefðu séð myndskeiðin af mönnunum. Við fylgjumst náið með stöðunni og hjörtu okkar votta fjölskyldum þeirra samúð á þessum erfiðu tímum,” sagði hann við fréttamenn AFP. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka