EasyJet fækkar flugferðum

Flugfélögum og flugstöðvum hefur gengið erfiðlega að manna stöður.
Flugfélögum og flugstöðvum hefur gengið erfiðlega að manna stöður. AFP/Philippe Huguen

Breska flug­fé­lagið Ea­syJet mun skera niður fjölda flug­ferða í sum­ar vegna mann­eklu en erfiðlega hef­ur gengið að fylla stöður eft­ir að sam­komutak­mörk­um vegna Covid-19 heims­far­ald­urs­ins var aflétt. 

„Okk­ur þykir leitt að við mun­um ekki ná að veita þá þjón­ustu sem bú­ist var við af okk­ur,“ sagði Joh­an Lund­gren, fram­kvæmda­stjóri Ea­syJet, um ákvörðun­ina. 

Mann­eklu er að gæta á flug­völl­um víða um Evr­ópu og hef­ur hún or­sakað niður­fell­ing­ar og taf­ir á flug­ferðum. Hef­ur ástandið þótt ein­stak­lega slæmt á Schip­hol flug­vell­in­um í Amster­dam og á flug­völl­um í London og Manchester, svo dæmi séu nefnd. Þá hafa verk­föll einnig sett strik í reikn­ing­inn.

Heathrow flug­völl­ur­inn við London hef­ur óskað eft­ir því að flug­fé­lög dragi úr áætluðum flug­ferðum um 10% í dag vegna ófremd­ar­ástands í far­ang­ursmeðhöndl­un. Þá hafa farþegar verið beðnir af­sök­un­ar á trufl­un­um sem þeir hafa orðið fyr­ir á flug­stöðinni und­an­farna daga. Gatwick flug­völl­ur­inn, sem einnig er við London, er einnig að glíma við svipað vanda­mál vegna mann­eklu og hef­ur gefið út að flug­stöðin muni ekki ráða við jafn mikla um­ferð í sum­ar og gert var ráð fyr­ir. 

Easy Jet býst við að af­kasta­geta flug­fé­lags­ins á þriðja árs­fjórðungn­um verði 87% af af­kasta­getu á sama tíma­bili árið 2019, eða fyr­ir heims­far­ald­ur. Þá er gert ráð fyrri að hún verði kom­in upp í 90% á síðasta árs­fjórðungn­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert