„Nú er nóg komið, við erum að fara“

Sífellt fleiri íbúar hafa þurft að yfirgefa úkraínsku borgina Lysychansk vegna stórskotahríða Rússa.

Varpað hefur verið sprengjum og skotið á byggingar og önnur svæði í borginni, sem er staðsett skammt frá borginni Severótónetsk sem Rússar hafa setið um að undanförnu.

„Hús eru að hrynja til grunna. Það er verið að drepa okkur. Nú er nóg komið, við erum að fara,“ sagði einn íbúanna við AFP-fréttastofuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert