Olíuinnflutningur Kína frá Rússlandi jókst um 55%

Vladimír Pútín forseti Rússlands og Xi Jinping forseti Kína í …
Vladimír Pútín forseti Rússlands og Xi Jinping forseti Kína í febrúar á fundi í Peking. AFP/Alexei Druzhinin

Olíuinnflutningur Kínverja frá Rússlandi jókst um 55 prósent í maí, samkvæmt tölum frá kínverska tollinum. Á sama tíma hafa Vesturlönd sett viðskiptabann á olíu frá Rússum vegna innrásar þeirra í Úkraínu.

Næststærsta efnahagsríki heimsins flutti inn um 8,42 milljónir tonna af olíu frá Rússlandi í síðasta mánuði og fór talan fram úr þeirri sem það hefur flutt inn frá Sádi-Arabíu, en Kínverjar hafa neitað að fordæma stríðsrekstur Rússa í Úkraínu.

Í síðustu viku fullvissaði Xi Jinping, forseti Kína, Vladimír Pútín Rússlandsforseta um stuðning Kínverja varðandi „fullveldi og öryggi“ Rússlands.

Lógó rússneska olíurisans Gazprom.
Lógó rússneska olíurisans Gazprom. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka