Öllu flugi frá Brussel aflýst í dag

Ferðamenn bíða hjá tómum afgreiðslustöðum á flugvellinum í Brussel.
Ferðamenn bíða hjá tómum afgreiðslustöðum á flugvellinum í Brussel. AFP

Aflýsa þurfti öllum flugferðum frá flugvellinum í Brussel í Belgíu í morgun eftir að meirihluti öryggisstarfsfólks tók þátt í verkfalli vegna bágra launakjara.

Tilkynnt var um að öllum flugferðum frá flugvellinum hafi verið aflýst í dag, samtals 232.

Aðeins fjórðungur flugferða til Brussel var enn fyrirhugaður samkvæmt áætlun í morgun. Icelandair aflýsti flugi sínu til Brussel í morgun vegna stöðunnar.

Fleiri verkföll eru fyrirhuguð í Evrópu á næstunni. Í Bretlandi fara lestarstarfsmenn í þriggja daga verkfall á morgun og starfsmenn hjá breska flugfélaginu Ryanair ætla í verkfall á föstudaginn sem nær til margra landa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka