Rússar haldi Afríku í gíslingu

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu.
Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu. AFP/Sergei SUPINSKY

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, sakaði Rússa um að halda Afríku í gíslingu í ávarpi sínu við Afríkusambandið í dag. BBC greinir frá.

„Afríka er í raun og veru gísl þeirra sem leystu úr læðingi stríð gegn ríki okkar.” Sagði hann ríkisstjórn sýna vera í flóknum samningaviðræðum um að opna fyrir kornbirgðir sem eru föst í höfnum Úkraínu við Svartahaf. 

Lokun Rússa veldur því að ekki er hægt að flytja milljónir tonna af korni frá Úkraínu og er hungursneyð yfirvofandi hjá tugum milljóna manna auk þess sem matvælaverð hefur hækkað mikið. 

„Þetta stríð kann að virðast fjarlægt ykkur og löndum ykkar. En matvælaverðið sem fer síhækkandi hefur þegar leitt stríðið inn á heimili milljóna afrískra fjölskyldna,” sagði Selenskí í ræðu sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka